Október 2006: Gagnrýni á fiskveiðistefnu, sett fram 1984. Hér er frumheimild að þeirri gagnrýni sem ég ásamt öðrum setti fram á fundi í Norræna húsinu í janúar 1984, í aðdraganda kvótakerfisins. Þetta er það sem við útbjuggum handa blaðamönnum fyrir fundinn. Fróðlegt er að sjá hvað sagt var og meta svo hvernig það rættist... meira...

September 2006: Færeyska sóknardagakerfið 10 ára. Færeyingar fengu ísraelska fiskifræðinginn Menakhem Ben Yami til fiskveiðiráðgjafar í sumar. Hann hefur nú skilað sinni skýrslu, en þar segir hann álit sitt á Færeyska kerfinu og fiskveiðistjórn undanfarinna ára. Athyglisverð skýrsla, 192 Kb Word

September 2006: Loðna við Færeyjar. Nýlega var skýrt frá því að eftir sandssílisskort og hungur væru lundapysjur við eyjarnar að braggast. Mömmur og pabbar bera nú mat í ungana 5-10 ferðir á dag, loðnuseiði sem nýlega skutu þar upp kollinum! - Hlýnun sjávar, hm.

September 2006: Evrópusambandið - sukk og svínarí?

Í Bretlandi eru sívaxandi kröfur um að þeir yfirgefi bandalagið m.a. vegna óánægju með fiskveiðimálin og hvernig breskur fiskiðnaður hefur verið að molna niður undir hinni sameiginlegu fiskveiðistjórn. Beinn kostnaður Breta nemur 3,3 milljónum punda Á DAG, auk annars dulins kostnaðar... Meira...

Júní 2006: Sagan endalausa.

Ég bjó til nýja gátu í safnið. Gamla gátan sem ég dáðist alltaf að var svona: Hvað er það sem stækkar og stækkar því meir sem er tekið af því? Svarið var gatið.

Sú nýja er svona: Hvað er það sem minnkar og minnkar því minna sem tekið er af því? Svarið kemur í lok þáttarins. Meira ....

Fishing News 19. maí. Blaðið segir í dag frá því að skoski þingmaðurinn Struan Stevenson hafi verið mjög ánægður með erindin okkar í Fiskveiðinefnd EB sem sagt er frá hér að neðan.

Hér má lesa fréttir (á ensku) sem birtust um þetta í dag:

Maí 2006: Heim frá Brussel. Það var lífsreynsla að fá að sitja fund fiskveiðinefndar EB og fá að flytja þar erindi, en mér var boðið þangað ásamt Jörgen Niclasen og Sigurjóni Þórðarsyni alþingismanni. Fundurinn hófst kl. 15.00 og var rætt um hvernig laga mætti orðalag í tilskipunum um fiskveiðimál svo reglur yrðu skýrari... Meira..

Apríl 2006: Stjórna fiskveiðar eingöngu stofnstærð fiska? Tilefni spurningarinnar var að þrátt fyrir niðurskurð flota og gríðarlegar hömlur á veiðar gengur hvorki né rekur að 'byggja upp' stofnana. Í þetta skipti var spurt vegna þorsks við austurströnd Bandaríkjanna. Stofnanafiskifræðingur þar vestra svaraði þessu og er það einhver besta lýsing sem ég hef séð á þeim óraunveruleikaheimi sem líkanafræðingarnir hrærast í.... þetta má finna hér (á ensku).

Apríl 2006: Á leið til Brussel! Eftir fundinn í Peterhead heimsótti Sigurjón Þórðarson skoska þingmenn í Edinborg. Það, ásamt öðru, leiddi til þess að okkur var boðið, ásamt Jörgen Nicklasen sem var sjávarútvegsráðherra í Færeyjum, til að útskýra líffræðina bak við færeyska kerfið og hvernig það virkar í smáatriðum. Eins munu þeir fá að vita um árangursleysi hins íslenska kvótakerfis við að 'byggja upp' stofna og hvernig það hefur eyðilagt byggðir landsins. Fundarboð:

Febrúar 2006: Fundur með sjómannasamtökum (FAL) í Peterhead Skotlandi. Ég hélt fyrirlestur í Peterhead fyrir sjómenn um fiskveiðistjórnun almennt, árangursleysi hennar og reynslunni úr Norðursjó. Með mér í för var Sigurjón Þórðarson alþingismaður, en hann flutti erindi um skort á líffræði í hinni hinum hefðbundnu ráðleggingum ríkisrekinna fiskveiðiráðgjafa. Ég vakti athygli á því að allt sem ég sagði á fyrirlestrum í Skotlandi 2003, um framvindu fiskistofna og gagnsleysi aðgerða, hefur staðist. Þetta gerði það að sjómenn, sem höfðu verið létt vantrúaðir á mínar óvenjulegu útskýringar, að ekki væri um ofveiði að ræða heldur vanveiði, sperrtu nú eyrun og sögðu að loknum fundi að þeir væru vissir um að ég hefði 100% rétt fyrir mér.... Fyrirlesturinn, á ensku, er hér:

Febrúar 2006 : EB skilur ekki líffræðina og spyr óþægilegra spurninga.

Merkileg frétt birtist í Rúvinu 5. febrúar sl: Þorskveiðistjórn í Norðursjó endurskoðuð.

Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, hefur samþykkt að embættismenn framkvæmdastjórnarinnar endurskoði frá grunni áætlunina um uppbyggingu þorskstofnsins í Norðursjó. Þessi ákvörðun er samkvæmt kröfu skoska þingmannsins Struans Stevensons sem krafðist þess að tekið yrði mark á vísbendingum um að veiðistjórnunin væri byggð á röngum forsendum....

Ekki leið á löngu þar til varðhundarnir fóru á kreik, viðtal var haft við einn snillinginn frá Hafró.. Meira..


Aftur á forsíðu