Svartfugl deyr úr hungri (25. janúar 2002)

Um miðjan janúar fór dauðan svartfugl, aðallega langvíu og stuttnefju, að reka á fjörur NA-lands. Eðlilega sperra menn eyrun þegar svona fréttir berast. Fugladauði vegna hungurs þýðir að ekkert sé fyrir hann að éta á slóðinni. Ef ekkert er að éta fyrir fugl er sennilega lítið að éta fyrir fisk. Þessi fugl lifir aðallega á ungloðnu sem einnig er kjörfæða þorsks. Loðnan heldur sig uppi í sjó, þar sem hún nærist á svifdýrum (rauðátu). Má því leiða líkur að því að þorskurinn á þessu svæði hafi lítið að éta. Sú eðlilega spurning vaknar hvernig á því standi að loðnan og önnur síli séu ekki þar sem þau eiga að vera. Fyrir því geta verið margar ástæður og skulu hér tvær nefndar:

Fari á versta veg gæti fugladauðinn verið fyrirboði lélegrar loðnuvertíðar 2002-2003 og enn frekari minnkunar þorskstofnsins. Ekki brást Hafró neitt sérstaklega við þessum tíðindum. Spunnu upp með eindæmum langsóttar skýringar um samspil íss og fæðu, ísrek í austur og vestur sem ruglaði fuglinn svo að hann missti af matnum.... -- Einhvern tíma hefði þetta þótt ástæða til að senda rannsóknaskip á staðinn, en - það er bundið við bryggju.

Aftur á forsíðu