Brottkast

12. júní 1995

Vegna frétta í Morgunblaðinu sl. sunnudag um gríðarlegt úrkast þorsks frá íslenskum veiðiskipum settist ég niður í morgun til þess að skoða lauslega hvernig vantalinn afli (úrkast) hefur áhrif á stofnútreikninga gerða með aldurs afla aðferð. Sú aðferð er í stuttu máli þannig að þegar búið er að finna út (giska á) það hlutfall sem veitt er af hverjum árgangi fyrir sig, þá er fjöldi fiska sem landað er af hverjum árgangi notaður til þess að reikna út stærð árgangsins. Hugsum okkur t.d. að fiskveiðidánarstuðull 3 ára fiska sé 0.1 (um 10%). Ef landað er 1000 fiskum þá hefur meðalstofnstærð árgangsins verið 10000 fiskar.

Stofnstærð í ársbyrjun (sú stærð sem Hafró notar) er svo reiknuð út þannig:

Stofn í byrjun árs = (afli * Z) / (F * a),

þar sem F = fiskveiðidánarstuðull, Z = heildardánarstuðull og a = heildarafföll (1-e-z)

Í útreikningum hér að neðan hef ég gefið mér eftirfarandi forsendur og ég tek fram að þetta er aðeins dæmi, því lítið er vitað um raunverulegt magn og hvernig það skiptist milli árganga:

Hent er 50 þúsund tonnum af þorski, 3 - 10 ára gömlum. Ét læt smáfisk vera í meirihluta því af fréttum Mbl. að dæma er meiru hent af honum. Út úr dæminu kemur að ef hent er 50 þúsund tonnum með þessarri skiptingu þá er vanmat á 3-10 ára hluta stofnsins um 340 þúsund tonn. Athyglisvert er einnig að 3 ára fiskar eru vanmetnir um 174 milljónir en meðalnýliðun er talin 220 milljónir fiska. Af þessu litla dæmi má sjá að vantalið úrkast hefur gríðarleg áhrif á stofn og nýliðunarútreikninga sem gerðir eru með þessarri aðferð.

Tafla

Meðalþyngdir og fiskveiðidánartölur eru frá árinu 1991 ég hafði ekki annað handbært. Þess ber að geta að þriggja ára fiskur er ekki talinn með veiðistofni.


Aftur á forsíðu