Því hefur lengi verið haldið fram að Norðursjórinn væri ofveiddur og væri reyndar dæmi um miskunnarlausa ofveiði. Er þetta svo?
Ég fór til Skotlands 2003 og mætti á fiskmarkaðinn í Aberdeen í febrúar. Ég sá þar kassavís af smárri ýsu, 25-28 cm langri, og við endann á hverri kassaröð var eitt box fullt af hrognum úr þessari ýsu. Þessi smá ýsa var sem sagt fullorðin. Ég tengdi þetta strax, hægur vöxtur, kynþroska og smávaxin = fæðuskortur. Nákvæmlega það sem ég hafði séð í bleikjuvötnum á Íslandi. Gat þetta verið? Var Norðursjórinn ofsetinn? Var vanveiði í gangi, - ekki ofveiði.
Ég sagði það skoðun mína í samtali við Fishing News, virtasta sjávarútvegsblað heimsins að Norðursjórinn væri vanveiddur. Því væri rangt að friða fisk heldur ætti að auka veiðar.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa, þetta vakti mikla athygli og félag sjómanna bað mig um að fara í rannsóknatúr til að kanna þetta betur.
Niðurstöður birti ég í skýrslu, og gerði einnig myndband um túrinn, "Snurvoðaveiðar í Norðursjó" og má finna hér.
Ég var skrifaði grein um ástandið í Norðursjó í tímaritið Shetland Seafood News 2003. Í greininni vitna ég einnig til meintra ofveiða við Nýfundnaland.
-----------------------------------------
Aflatölur helstu tegunda
Þorskaflinn hefur verið að minnka frá 1980, en þá hófst stjórnun veiða sem hefur eingöngu falist í að draga úr afla. Aflinn er nú að rokka í kring um 50 þús tonn. Lagt var til að draga úr afla um 50% árið 2011. Sjómenn segja að nægur þorskur sé í Norðursjó, það mesta í 20 ár en kvótar eru svo litlir að þeir verða að henda meirihluta aflans.
Ýsuafli hefur minnkað jafnt og þétt. Smá skot kom 2001 en þá var að koma inn sterkasti árgangur í áratugi, sá frá 1999. Hann fékk þó ekki að njóta sín vegna friðunar og niðurskurðar. Þetta er sami árgangurinn og ég sá á fiskmarkaðnum í Aberdeen 2003 og var tilefni viðtals í Fishing News.
Lýsan er þriðja mikilvægasta tegundin af "hvítfiski" sem er samheiti sem bretar nota um þessa þorskfiska.
Kolaafli hefur sífellt minnkað frá því farið var að stjórna
Sandsílisafli úr Norðursjó