Smáfiskadráp Breta
Fróðlegt er að skoða aflasamsetningu togaranna frá í ,,gamla daga". Almennt var talið að Bretar stunduðu hér smáfiskadráp og þótti það ekki fínt. Megin röksemd Íslendinga í landhelgisdeilunum var að Bretar ofveiddu miðin, dræpu hér mikið af smáfiski sem ekki fengi frið til að vaxa og verða stór. Þetta varð síðar, og er enn stefna íslenskra stjórnvalda, geyma fiskinn og lofa honum að vaxa. Nú er sagt að svo mikið sé drepið af smáum fiski að stofninn nái ekki að rétta úr kútnum og heill her mælingamanna fylgist með veiðunum og lokar veiðisvæði í tvær vikur ef of mikið af smáfiski er í afla.. Almenna reglan er að svæði er lokað ef fiskur 55 cm og smærri nær 25% í fjölda. Hér að neðan má sjá samanburð á lengdardreifingu í afla íslenskra og breskra togara árin 1960-64 að báðum árum meðtöldum. Sýndur er fjöldi fiska í 5 cm lengdarflokki, samtals fyrir öll árin. Lengdarflokkar eru skilgreindir þannig að í flokknum 25 t.d. eru fiskar á bilinu 25-29 sm. Sjá má að helmingur aflans, að fjölda til, er undir 55 cm, þeim viðmiðunarmörkum sem notuð eru í dag. Einnig er athyglisvert að bera saman lengdardreifingu hjá Íslendingum og Bretum. Takið eftir muninum í afla, brezku togararnir veiða 7 sinnum fleiri fiska en þeir íslensku. Á þessum árum veiddu útlendingar, og þá aðallega Bretar, um 160 þúsund tonn af þorski við landið á ári. Það er næstum jafn mikið og allur þorskaflinn er í dag. Það hljómar því vægast sagt einkennilega þegar fullyrt er í dag að smáfiskadráp komi í veg fyrir stækkun þorskstofnsins. |
|||||||||
![]() |
|||||||||
![]() |
|||||||||
Lengdardreifing þorskafla breskra togara árin 1960-64 í þúsundum fiska, ásamt uppsöfnuðu prósentuhlutfalli. | |||||||||
Athyglisvert er að skoða stærðarmuninn í afla Íslendinga og Breta. Íslendingar lönduðu stórum fiski en Bretarnir smáum. Freistandi er að draga þá ályktun að Íslendingar hafi hent smáfiski, en Árni Friðriksson fiskifræðingur sem tók aðallega sýni úr afla Breta, mun hafa haft á orði að ekki þýddi að taka sýni hjá Íslendingum því þeir hentu svo miklu. - Það var það. | |||||||||